loading...
loading...
Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu.
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu.
Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til tekjumunar milli háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Virði háskólamenntunar á Íslandi, mælt í þessum tekjumun er aðeins um fjórðungur af Evrópumeðaltalinu. Komið er að endastöð fyrir krónutöluhækkanir á vinnumarkaði – fyrir launafólk og fyrirtæki.
Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað.
Ungt fólk í dag greiðir tífalt hærri raunvexti af námslánum en foreldrar þeirra, og niðurfelling höfuðstóls við útskrift nægir ekki til að jafna stöðuna milli kynslóða. Í umsögn Visku og Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) er fjallað um þessar sláandi staðreyndir. Bent er á að núverandi fyrirkomulag námslána festi ójöfnuð milli kynslóða í sessi. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær stjórnvöld grípa til aðgerða.
85% sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað, og 86% eru hlynnt áformum um aukið hagræði í ríkisrekstri. Starfsfólk upplifir að ekki sé hlustað á þeirra sjónarmið, þrátt fyrir dýrmæta innsýn í starfsemi stofnana. Flatur og ómarkviss niðurskurður hefur leitt til þess að álag er við þolmörk á mörgum stofnunum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr könnun meðal félagsfólks Visku sem fór fram dagana 3.-13. janúar. Alls svöruðu um 400 sérfræðingar könnuninni.
Viska hvetur stjórnvöld til að hlusta á starfsfólk stofnana og minnir á að sterkur ríkisrekstur byggir á góðum kjörum og öflugum mannauði.
Kaupmáttur ungs fólks á aldrinum 30–39 ára hefur staðið í stað í tvo áratugi á Íslandi, þar af í 25 ár hjá körlum. Á sama tíma hefur ójöfnuður milli kynslóða aukist mun meir á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Kaupmáttur fólks yfir sextugu á Íslandi hefur aukist þrefalt til fjórfalt á við kaupmátt 30-39 ára á öldinni.
Um þetta er fjallað í greiningu Visku í nóvember.
Stuðningur til eigenda á næsta ári verður sá minnsti á öldinni
Nú þegar heimilin standa frammi fyrir aukinni skuldabyrði hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður mikilvægt varnarúrræði – almenna heimild til að nýta séreignarsparnað til ráðstöfunar inn á höfuðstól láns. Þetta er bæði illa tímasett og slæm ákvörðun fyrir millitekjufólk. Heimilin standa nú frammi fyrir því að fá verðbólguna af fullum þunga í heimilisbókhaldið.