Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Viska – stúdent

          Sam­starf við há­skóla­sam­fé­lag­ið

          Viska lætur málefni háskólasamfélagsins sig varða og leggur áherslu á fræðslu og þjónustu fyrir háskólanema með virku samtali við hagsmunasamtök íslenskra háskóla á landsvísu.

          Samstarfssamningur við Landssamtök íslenskra stúdenta

          Viska á í formlegu samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS), regnhlífarsamtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema í námi erlendis.

          Aðildarfélög LÍS eru átta:

          • Stúdentaráð Háskóla Íslands 
          • Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík
          • Stúdentafélag Háskólans á Akureyri
          • Nemendafélag Háskólans á Bifröst
          • Stúdentaráð Listaháskóla Íslands
          • Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands
          • Stúdentafélag Hólaskóla
          • Samband íslenskra námsmanna erlendis 

          Samstarfssamningur Visku við LÍS gerir stéttarfélaginu kleift að styðja við hagsmunabaráttu allra háskólanema og stuðla að fræðslu um kjara- og réttindamál á vinnumarkaði fyrir fólk í námi. 

          Lestu meira um LÍS með því að smella hér.