Beint í efni
SFHR og Viska skrifa undir samstarfssamning
Fréttir

Viska og SFHR í sam­st­arf

Höfundur

Georg Brynjarsson

Georg Brynjarsson

framkvæmdastjóri

Viska og Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík gera með sér samstarfssamning um fræðslu til háskólanema á kjara- og réttindamálum.

Viska heldur áfram á vegferð sinni að efla þekkingu háskólanema um kjara- og réttindamál á vinnumarkaði. Fyrr í sumar gerði félagið samstarfssamning  við Stúdentafélag háskólans á Akureyri (SHA) og nú hefur félagið gert álíka samning við Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík (SFHR).

Auk þess að fá fræðslu frá Visku, þá geta háskólanemar í Háskólanum í Reykjavík skráð sig í félagið. Við skráningu færast háskólanemar í námsmannaþjónustu Visku sem tryggir þeim aðgang að þjónustu Visku og snjalltryggingu fyrir síma og tölvu þeim að kostnaðarlausu.

„Við erum afar stolt af því að fá SFHR til liðs við okkur líkt og SHA. Það sýnir vel að hagsmunafélög háskólanema eru á sömu blaðsíðu og við hjá Visku þegar kemur að því byggja upp samstarf stéttarfélaga og háskólanema að norrænni fyrirmynd. Það er gífurlega mikilvægt að stéttarfélög láti sér málefni háskólanema varða og styðji við fólk frá skólabekk til starfsloka,“ segir Gauti Skúlason, verkefnastjóri samskipta og markaðsmála hjá Visku (til vinstri á myndinni).

„Það er frábært fyrir SFHR að fá Visku í hóp samstarfsaðila og við hlökkum mikið til að vinna með þeim. Oft er talað um Háskólann í Reykjavík sem skóla atvinnulífsins og þess vegna finnst okkur í SFHR mjög viðeigandi við séum í samstarfi við Visku til að aðstoða fólk við að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaði. Það verður gaman að fylgjast með námsmannaþjónustu Visku þróast áfram,“ segir Magnús Már Gunnlaugsson forseti SFHR (til hægri á myndinni).