Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Samstarfssamningur við SHA undirritaður
          Fréttir

          Viska og SHA und­ir­rita sam­starfs­samn­ing

          Höfundur

          Georg Brynjarsson

          Georg Brynjarsson

          framkvæmdastjóri

          Viska og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri fræða háskólanema um kjara- og réttindamál.

          Í sumar skrifuðu Gauti Skúlason, verkefnastjóri samskipta og markaðsmála hjá Visku, og Silja Rún Friðriksdóttir, forseti SHA, undir samstarfsamning sem hefur það að markmiði að efla þekkingu háskólanema í Háskólanum á Akureyri á kjara- og réttindamálum á vinnumarkaði. Þá geta háskólanemar í HA skráð sig í Visku og notið aðildar að námsmannaþjónustu Visku sem tryggir þeim aðgang að þjónustu félagsins og snjalltryggingu fyrir síma og tölvu þeim að kostnaðarlausu.

          „Að norrænni fyrirmynd sjáum við hjá Visku mikið virði í samvinnu og samstarfi við háskólanema. Þá finnst okkur mikilvægt að styrkja stöðu háskólanema á vinnumarkaði og hjálpa þeim að undirbúa sig fyrir lífið á vinnumarkaði. Þessi samstarfssamningur við SHA er í beinum takti við þá áherslur og um leið frábært skref í frekari uppbyggingu á námsmannaþjónustu félagsins,“ segir Gauti Skúlason, verkefnastjóri samskipta og þjónustu hjá Visku.

          „Við hjá SHA erum ánægð með að fá Visku í hóp samstarfsaðila okkar og um leið er frábært að sjá stéttarfélag sem lætur sig málefni og hagsmuni háskólanema sig varða. Skrefið úr háskólanámi inn á vinnumarkaðinn er gríðarstórt og við sjáum það sem stóran kost að nemendur við HA geti notið þjónustu Visku við að taka það skref. Við hlökkum til samstarfsins við Visku og erum spennt að sjá hvernig það þróast,“ segir Silja Rún Friðrikisdóttir forseti SHA.