Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Maður stendur við handrið með spenntar greipar
          Fréttir

          Verk­efni næsta starfs­árs hjá kjara­deild bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­inga

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Á næsta starfsári mun Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga halda áfram að byggja upp starfsemi sína og efla stöðu félagsfólks innan Visku. Áhersla verður lögð á að styrkja innviði deildarinnar, auka sýnileika stéttarinnar og vinna markvisst að því að bæta kjör og starfsskilyrði bókasafns- og upplýsingafræðinga. 

          Helstu verkefni næsta árs verða meðal annars: 

          Stjórnarkjör og efling stjórnarstarfs

          Fyrsta rafræna kosningin til stjórnar deildarinnar fer fram eftir aðalfund Visku í apríl 2025. Lögð verður áhersla á að virkja félagsfólk til þátttöku í stjórnarkjöri og byggja upp öflugt og samhent stjórnarteymi fyrir næstu tvö ár. 

          Þátttaka í norrænu samstarfi

          Fulltrúar deildarinnar munu taka þátt í staðfundi norrænna stéttarfélaga bókasafns- og upplýsingafræðinga sem fram fer í Noregi í september 2025. Áfram verður unnið að því að styrkja samstarfið og nýta það til að þróa starfsemi deildarinnar og auka áhrif hennar. 

          Hagsmunagæsla, stefnumótun og samskipti við félagsfólk

          Deildin mun leggja áherslu á virka hagsmunagæslu og stefnumótun í kjaramálum í samstarfi við stjórn Visku. Áfram verður unnið að því að efla samskipti við félagsfólk með því að halda félagsfundi eða nýta aðrar leiðir til að að efla félagsfólk í að koma að mótun þeirra málefna sem deildin leggur áherslu á hverju sinni. 

          Með þessum verkefnum stefnir kjaradeildin að því að styrkja stöðu félagsfólks síns, efla faglegt starf innan bókasafns- og upplýsingafræða og leggja sitt af mörkum til þróunar og vaxtar Visku stéttarfélags.