Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Ungur maður horfir út um glugga
          Fréttir

          Stefna og þró­un kjara­deild­ar bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­inga

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Boðað er til fundar kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga fimmtudaginn 27. febrúar, kl. 16:00–18:00. Fundurinn fer fram í fundarsal Visku – stéttarfélags, á 3. hæð í Borgartúni 27. Fyrir þau sem ekki komast á staðinn verður í boði að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

          Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga stendur opin fyrir allt félagsfólk í Visku sem hefur lokið námi í bókasafns- og upplýsingafræðum eða starfar á því sviði. Þú getur skráð þig í kjaradeildina inni á Mín Viska.

          Félagsfólk í kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hefur þegar fengið sent boð á fundinn í gegnum tölvupóst. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Visku ef þú fékkst ekki boð á fundinn.

          Á dagskrá fundarins er kynning á starfsemi Visku en fundarfólk mun eiga samtal um hvaða sýn og væntingar það hefur til kjaradeildarinnar. Stefna og þróun deildarinnar til skamms og lengri tíma verður einnig rædd.