Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Logo Samband íslenskra sveitarfélaga
          Fréttir

          Nýr kjara­samn­ing­ur við sveit­ar­fé­lög­in sam­þykkt­ur með mikl­um meiri­hluta

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Viska gerði nýjan heildarkjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 11. október síðastliðinn. Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki fyrr í vikunni og var kosið um hann meðal félagsfólks Visku sem starfar hjá sveitarfélögum.

          Kosningu um nýjan kjarasamning Visku við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk kl. 14:00 í gær. Samningurinn hefur gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Launahækkanir gilda því afturvirkt frá og með 1. apríl síðastliðnum.

          Á kjörskrá voru 1.092 manns og var kosningaþátttaka 40%. 388 samþykktu samninginn eða 89% en 47 greiddu atkvæði á móti eða 11%. Samningurinn telst því samþykktur.

          Félagsfólk Visku hjá sveitarfélögum á von á eingreiðslu með launaseðli 1. nóvember næstkomandi þar sem greiddar eru afturvirkt launahækkanir á töflu frá 1. apríl.

          Í samningnum er enn fremur að finna ákvæði um hækkun á persónuálagi sem er afturvirkt frá 1. apríl. Félagsfólk Visku sem fær meistaranám metið í starfsmati getur nú fengið aukapersónuálag fyrir hverjar 60 einingar sem þau hafa lokið í framhaldsnámi við háskóla, að hámarki 4%.  Félagsfólk hefur til 31. desember 2024 að skila fullnægjandi gögnum um námið til yfirmanns síns (hafi þeim ekki áður verið skilað). Athugið að launagreiðendur hafa frest til mánaðarmóta febrúar/mars 2025 til að leiðrétta vegna þessa.

          Við hvetjum félagsfólk til að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna við að meta rétt ykkar samkvæmt nýjum samningi. Hægt er að senda fyrirspurn á vef Visku eða bóka símtal frá ráðgjafa.

          Nýjan kjarasamning og nýjar launatöflur má finna á vef Visku.