Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Logo Samband íslenskra sveitarfélaga
          Fréttir

          Mennt­un og hæfni met­in til launa í kjara­samn­ingi við sveit­ar­fé­lög­in

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undir kjarasamning til fjögurra ára.

          Samningurinn, sem gildir afturvirkt frá 1. apríl, felur í sér mikilvægar breytingar sem eru til þess fallnar að breyta launaumhverfi félagsfólks Visku sem starfar hjá sveitarfélögum. Meðal nýjunga er að háskólamenntun er hærra metin til launa og sveitarfélögum er gert heimilt að greiða launaauka fyrir sérstaka frammistöðu og hæfni í starfi ásamt öðrum þáttum.

          „Þetta er stór sigur fyrir okkur,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. „Við höfum lengi talað fyrir því að fagleg hæfni og menntun fái aukið vægi í launum og er þetta skref í þá átt. Samningurinn gerir sveitarfélögin enn fremur samkeppnishæfari gagnvart sérfræðingum.”

          Samningurinn verður kynntur félagsfólki á næstu dögum og fer svo í atkvæðagreiðslu, með það að markmiði að launahækkanir skili sér afturvirkt um næstu mánaðamót.