Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Viska skrifað í sandinn, mynd tekið á ská
          Fréttir

          Kosn­ing­ar til stjórn­ar Visku eru hafn­ar

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Kosningar til stjórnar Visku eru nú hafnar og standa til kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl.

          Félagsfólk getur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og greitt atkvæði með því að smella hér.

          Eins og áður hefur komið fram var formaður stjórnar sjálfkjörinn. Alls bjóða 17 einstaklingar sig fram til stjórnar: sex aðalmenn verða kjörnir og tveir varamenn. Hver félagi í Visku á rétt á að greiða allt að sex atkvæði.

          Hér má nálgast allar upplýsingar um frambjóðendur.

          Þeir þrír frambjóðendur sem fá flest atkvæði hljóta tveggja ára kjörtímabil, næstu þrír eins árs kjörtímabil og næstu tveir verða varamenn til eins árs. Til að tryggja jafnari kynjahlutföll fer kosningin fram með svokallaðri fléttukosningu, eins og nánar er kveðið á um í 10. grein laga Visku.

          Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.