Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          ráðhús reykjavíkur tjörn gróður
          Fréttir

          Kjara­við­ræð­ur í full­um gangi

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Viska fundaði með sveitarfélögunum og Reykjavíkurborg í vikunni.

          Kjaraviðræður eru komnar í fullan gang eftir hlé í sumar og funduðu fulltrúar Visku með samninganefndum Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga í þessari viku. Var samtalið á fundunum gott og áframhaldandi fundir hafa verið boðaðir í næstu viku.

          Félagið vill klára kjarasamninga við sveitarfélögin hratt og vel án þess að gefa afslátt af sínum kröfum. Á fundum hefur félagið meðal annars lagt áherslu á stöðu háskólamenntaðra sérfræðinga í starfsmatskerfum og leiðir til að meta þekkingu og starfsreynslu að verðleikum. Ein af ófrávíkjanlegum kröfum Visku er að í samningunum sé að finna afturvirkni.

          Viska heldur félagsfólki sínu upplýstu um gang kjaramála með reglubundnum hætti. Á fréttasafni á vefsíðu félagsins getur þú fundið allar fréttir um yfirstandandi kjaraviðræður.