Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Ung kona að hugleiða
          Fréttir

          Geð­heil­brigði á vinnu­stöð­um

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis er 10. október og þemað í ár er geðheilbrigði á vinnustað. Viska tekur þátt í átaki í tilefni dagsins og hvetur alla vinnustaði til að vera með.

          Vikuna 7.–11. október er farið í átak til að vekja athygli á mikilvægi þess að vinnustaðir hlúi að andlegri heilsu starfsfólks og stuðli að geðheilbrigðu vinnuumhverfi. Mental ráðgjöf stendur að átakinu í samstarfi við Visku, Advania, Reykjavíkurborg, Tixly – tix.is, Tryggingastofnun og Mannauð – félag mannauðsfólks á Íslandi.

          Í tilefni af Alþjóðlegum degi geðheilbrigðis standa Advania og Mental ráðgjöf fyrir ráðstefnu ætlaðri áhugasömum stjórnendum og öðrum fulltrúum vinnustaða um geðheilbrigði á vinnustað. Ráðstefnan fer fram i höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni, fimmtudaginn 10. október kl. 09:00 – 10:30. Ásdís Eir Símonardóttir ráðgjafi stýrir ráðstefnunni.

          Hér fyrir neðan má finna dagskrá ráðstefnunnar og Viska hvetur öll sem geta til þess að skrá sig og mæta. Hér má einnig finna viðburð á Facebook.

          Alþjóðlegur dagur geðheilbrigðis 2024

          • Ketill Berg Magnússon, svæðisstjóri mannauðsmála hjá Marel í Norður Evrópu

          Vinnan sem geðrækt

          • Sindri Már Hannesson, markaðsstjóri Tixly

          Andleg vellíðan á vinnustað: Grunnur að vexti

          • Sóley Kristjánsdóttir og Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Stuðnings- og ráðgjafateymi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar

          Stuðnings- og ráðgjafateymi fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar: Fyrstu skrefin

          • Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania 

          Geðheilbrigði: Skiptir vinnustaðamenning máli?

          • Helena Jónsdóttir, stofnandi Mental

          Frá innsýn til aðgerða: Að viðhalda geðheilbrigðum vinnustað