
Boðað er til aðalfundar Visku
Höfundur

Gauti Skúlason
Boðað er til aðalfundar Visku 29. apríl 2025 frá kl. 16:30 til 18:00. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur og verður haldinn í fundarsal Visku á 3. hæð í Borgartúni 27.
Félagar eru beðnir um að skrá sig á fundinn og hafa þegar fengið sent fundarboð í tölvupósti með krækju í skráningu. Ef félagi hefur ekki fengið sendan tölvupóst er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.
Á dagskrá eru hefðbundin störf aðalfundar skv. lögum félagsins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar kynnt
- Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar, sbr. 16. grein
- Ákvörðun um félagsgjöld, sbr. 5. grein
- Lagabreytingar, sbr. 20. grein
- Niðurstöður úr rafrænum kosningum til formanns og stjórnar kynntar, sbr. 9. grein
- Niðurstöður úr rafrænum kosningum í stjórnir kjaradeilda kynntar, sbr. 11 grein
- Önnur mál
Tillögur
Fyrir fundinn liggja eftirfarandi tillögur frá stjórn:
Tillögur félagsfólks fyrir aðalfund skulu vera skriflegar og hafa borist stjórn eigi síðar en sjö sólarhringum fyrir fundinn. Hægt er að senda tillögur í pósti á viska@viska.is.
Fundargögn
Öll gögn fundarins, þar á meðal ársreikningur og skýrsla stjórnar, munu liggja fyrir í síðasta lagi 25. apríl undir flipanum Skjöl á Mín Viska (innri vef félagsins). Félagsfólk getur skráð sig þar inn með rafrænum skilríkjum og nálgast fundargögn.
Kosningar
Yfirstandandi eru nú kosningar í stjórn félagsins og standa þær til 12:00 á hádegi miðvikudagsins 16. apríl. Félagsfólk getur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og greitt atkvæði með því að smella hér.
Hér má nálgast allar upplýsingar um frambjóðendur.
Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.