Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          1. maí 2024
          Fréttir

          Kjara­við­ræð­um Visku á op­in­ber­um vinnu­mark­aði mið­ar áfram

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Fulltrúar Visku hafa fundað með samninganefnd ríkisins á síðastliðnum vikum. Góður gangur er í viðræðunum og hafa samningsaðilar m.a. rætt um jöfnun launa á milli markaða og styttingu vinnuvikunnar.

          Í apríl hafa fulltrúar Visku hitt samninganefnd ríkisins á reglulegum fundum, efni fundanna hafa meðal annars verið jöfnun launa á milli markaða og stytting vinnuvikunnar. Fundir hafa gengið ágætlega og viðræðunum miðar áfram.

          Þegar hefur verið fundað með samninganefndum Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga en búist er við því að meiri kraftur færist í þær viðræður eftir því sem samtali Visku við ríkið vindur fram.

          „Samtalinu við ríkið miðar vel áfram en eins og ég hef áður sagt fór ég hóflega bjartsýn inn í komandi kjaraviðræður því staðan á vinnumarkaði er þröng. Við leggjum áherslu á breiðu línurnar í viðræðum við samningsaðila á opinberum vinnumarkaði og höldum viðræðunum áfram af krafti, segir Júlíana Guðmundsdóttir aðalsamningamaður Visku og lögfræðingur félagsins.

          Viska heldur félagsfólki sínu upplýstu um gang kjaramála með reglubundnum hætti. Á  fréttasafni vefsíðu félagsins getur þú fundið allar fréttir um yfirstandandi kjaraviðræður.