Beint í efni
Kona að skrifa á tölvu á bókasafni
Fréttir

Góð að­sókn í nýja ráð­gjöf hjá Visku

Höfundur

Bjarni Kristjánsson

Bjarni Kristjánsson

þjónusta og ráðgjöf

Í byrjun mars bauðst félagsfólki í Visku aðgangur að sérfræðingi í fjármálum til aðstoðar við skil á skattframtali.

Um var að ræða tilraunaverkefni sem að þessu sinni var aðeins auglýst í tölvupósti til félagsfólks með skráð netföng hjá Visku. Haldin voru tvö sjálfstæð námskeið og einnig veitt einstaklingsráðgjöf. Guðmundur St. Maríusson viðskiptafræðingur og ráðgjafi í fjármálum hélt námskeiðin og annaðist einstaklingsráðgjöfina.

Á fyrra námskeiðinu var einblínt á launafólk en á því seinna var veitt fræðsla fyrir félagsfólk Visku sem bæði starfar sem launafólk en einnig sem verktakar. Mæting á námskeiðin var vonum framar og verður reynsla þessa tilraunaverkefnis nú nýtt til að skipuleggja sambærilega þjónustu að ári og ný fjölbreytt fjármálanámskeið. 

Fjöldi félagsfólks nýtti sér að auki einstaklingsmiðaða þjónustu og ráðgjöf sem veitt var í fjarfundi vegna skila á skattframtali.