Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Félagsnet

          Fé­lagsnet mynd­lista­fólks

          Félagsnet myndlistafólks heldur utan um félagsfólk Visku sem starfar við menningar- og skapandi greinar sem og myndlistafólk sem starfar við aðrar atvinnugreinar.

          Markmið hópsins er að efla faglegt starf listafólks innan Visku, stuðla að aukinni endurmenntun félagsfólks og styðja við rannsóknir á stöðu myndlistafólks á vinnumarkaði, með sérstöku tilliti til sjálfstætt starfandi einstaklinga.

          Hver erum við?

          Listsköpun og menningarstarfsemi er hornsteinn íslensks samfélags og myndlistafólk vinnur fjölbreytta vinnu á öllum sviðum vinnumarkaðarins.

          Til myndlistarfólks tilheyra allir myndhöfundar og aðrir sem starfa við myndlist, m.a. málarar, ljósmyndarar og myndhöggvarar, ásamt listafólki sem vinnur í grafík, leirlist eða textíl, svo eitthvað sé nefnt. Myndlistarfólk er einnig kennari við einkarekna og opinbera listaskóla, er sjálfstætt starfandi eða í atvinnu hjá listasöfnum og stofnunum.

          Starfandi myndlistarfólk sem greiðir í Visku getur skráð sig í félagsnetið en með eflingu þess er unnt að greina þarfir og bæta kjör myndlistarfólks á íslenskum vinnumarkaði.