Beint í efni
Faghópar

Fag­hóp­ur tal­meina­fræð­inga

Talmeinafræðingar starfa í leikskólum, skólum, á sjúkrahúsum, endurhæfingarstöðvum, greiningarteymum og á eigin stofum. Talmeinafræðingar í Visku geta skráð sig í faghóp talmeinafræðinga.

Faghópur talmeinafræðinga innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum talmeinafræðinga. Megintilgangur hópsins er að standa vörð um kjör og réttindi talmeinafræðinga og endurmenntun þeirra. 

Talsmaður talmeinafræðinga í fulltrúaráði Visku er Heiða Sigurjónsdóttir.

Hver erum við?

Talmeinafræðingar starfa í leikskólum, skólum, á sjúkrahúsum, endurhæfingarstöðvum, greiningarteymum og á eigin stofum. Talmeinafræðingar vinna í nánu samstarfi við kennara, lækna, sálfræðinga og aðrar uppeldis-og heilbrigðisstéttir. Skjólstæðingar eru á öllum aldri, allt frá ungabörnum til aldraðra.

Talmeinafræði er fag í stöðugri þróun sem fylgir framförum og nýjungum innan heilbrigðis- og menntakerfisins. Talmeinafræðingar leggja mikla áherslu á endurmenntun og rannsóknir í störfum sínum.