loading...
loading...
6 niðurstöður fundust við leit að „Uppsagnir og starfslok“ í Efni Visku
Mismunandi ákvæði um uppsögn og málsmeðferð geta verið í gildi milli ólíkra vinnumarkaða samkvæmt lögum og kjarasamningum. Félagsfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Visku til að kanna rétt sinn ef mál þess er komið í farveg uppsagnar af hálfu vinnuveitanda, eða það hyggst sjálft segja upp.
Að ýmsu er að huga þegar kemur að starfslokum en mismunandi er eftir því hvar á vinnumarkaðinum fólk starfar hvernig réttindum er háttað.
Félagsfólk í Visku vinnur fjölbreytt störf á öllum sviðum samfélagsins, hjá hinu opinbera og í fyrirtækjum á almennum markaði. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur Visku vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.
Allt launafólk á rétt á launum frá vinnuveitanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort félagsmaður er opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði. Tilkynna ber yfirmanni um veikindi við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði fari hann fram á það. Greiðir hann þá gjaldið fyrir vottorðið.
Öll erum við jöfn fyrir lögum og mismunun á grundvelli kyns, þjóðernis, fötlunar, kynhneigðar eða annarra þátta er bönnuð. Öll þurfum við að standa vörð um mannréttindi og jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins.
Auknar skyldur eru lagðar á vinnuveitendur sem áforma hópuppsagnir. Tilkynna ber fulltrúum starfsmanna um slík áform og hafa samráð um leiðir til að fækka í hópi þeirra sem til stendur að segja upp.