loading...
loading...

Fyrir 50 árum síðan lögðu mömmur, ömmur, og langömmur okkar niður störf til að mótmæla efnahagslegri og samfélagslegri mismunun á grundvelli kyns. Viska hefur tekið saman nokkrar lykiltölur sem varpa ljósi á stöðu kvenna árið 1975 og í dag. Tölurnar sýna svart á hvítu hversu mikill árangur hefur náðst, þótt enn sé langt í land.
Kvennafrídagurinn er mikilvægur dagur fyrir íslenskar konur. Í Póllandi, þaðan sem ég kom, höfum við svipaðan dag í mars. Í íslensku samfélagi hefur hann sérstaka þýðingu og er tákn um hugrekki og frelsi. Í dag, þar sem ég bý hér, trúi ég því að konur á Íslandi séu með ástríðu og ákveðni og að þetta sé aðeins byrjunin á baráttunni fyrir jafnrétti og réttlæti. Ég er stolt að vera ein af þeim.

Í mínum huga varpaði Kvennafrídagurinn ljósi á bæði ólaunuð og vanmetin störf kvenna og varð kröftugt afl í baráttunni fyrir jafnrétti til framtíðar. Hann sýndi fram á að án kvenna stöðvast samfélagið – þær eru ómissandi í allri virkni og þróun. Þó svo að við heyrðum margar neikvæðar niðurrifsraddir þá hefur hann skilað okkur hingað sem við erum í dag, sem hefur haft gríðarleg áhrif út um allan heim.

24. október 1975 hættu hjólin að snúast á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild sinni þegar konur gengu út af vinnustöðum. Kvennafrídagurinn sýndi okkur að þegar konur stíga frá stöðvast allt. En þegar við stöndum saman, þá erum við óstöðvandi.


Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku, skrifar grein um hvaða áhrif túrverkir og breytingaskeiðið hafa á konur á vinnumarkaði og nýjan staðal um tíðaheilsu.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Visku skrifar grein þar sem hún hvetur íslensk stjórnvöld til að fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunar nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni á vinnustöðum tafarlaust.