Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          ungur maður í tölvu á kaffihúsi horfir ekki í myndavél
          Viskumolar

          Ég vil end­ur­mennta mig

          Höfundur

          Katrín Björg Ríkarðsdóttir

          Katrín Björg Ríkarðsdóttir

          kjara- og réttindamál

          Það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu þó svo háskólaprófið og draumastarfið séu í höfn. Endurmenntunartækifærin eru fjölmörg og aldrei of seint að læra eitthvað nýtt.

          Starfsþróun gengur út á að þróast í starfi, tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Þú berð ábyrgð á þinni eigin starfsþróun en hún er ekki síður fjárfesting fyrir vinnustaðinn.

          Félagsfólk Visku hefur aðgang að sjóðum sem veita meðal annars styrki til að sækja:

          • Nám
          • Stök námskeið
          • Ráðstefnur og málþing
          • Fræðslu- og kynnisferðir

          Starfsmenntunarsjóður veitir styrki til náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og fræðslu- og kynnisferða innanlands og utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um. Allt félagsfólk Visku hefur aðgang að Starfsmenntunarsjóði.

          Starfsþróunarsetur styrkir nám á háskólastigi, faglegt nám og ráðstefnur sem tengjast starfsþróun á fagsviði viðkomandi eða heildstætt nám á nýju fagsviði (starfsferilsþróun). Þar má nefna til dæmis tungumála- og upplýsingatækninám eða önnur námskeið sem miða að því að styrkja fólk í starfi. Félagsfólk getur einnig sótt fræðslu hjá fræðslusetrinu Starfsmennt án þess að skerða rétt sinn til annarra styrkja. Félagsfólk Visku þarf að sækja sérstaklega um að ganga í Starfsþróunarsetur.

          Sótt er um styrki í gegnum Mínar síður BHM.

          Starfsvettvangur

          Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú starfar

          Ítarefni

          Hér að finna alskonar ítarefni sem getur komið að góðum notum.