Beint í efni
Ungur maður í tölvu á bókasafni
Viskumolar

Ég er sjálf­stætt starf­andi

Höfundur

Bjarni Kristjánsson

Bjarni Kristjánsson

þjónusta og ráðgjöf

Miklar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði um allan heim á undanförnum árum þar sem sífellt fleiri kjósa að starfa sjálfstætt. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun og vinnumarkaðurinn þarf sífellt að aðlaga sig að breyttum veruleika.

Þau sem eru sjálfstætt starfandi vinna hjá sjálfum sér, ýmist á eigin kennitölu eða í félagi. Það er hægt að vera sjálfstætt starfandi í flestum starfsstéttum.

Það er mikilvægt að átta sig á að talsverður munur er á stöðu sjálfstætt starfandi einstaklings og launafólki. Lög og kjarasamningar tryggja launafólki ýmis réttindi sem sjálfstætt starfandi njóta ekki.

Þau sem starfa sjálfstætt eiga ekki rétt á:

  • Greiddu orlofi
  • Orlofs- og desemberuppbót
  • Launum fyrir viðurkennda frídaga
  • Eru ekki slysatryggð
  • Eiga ekki rétt á launum í veikindum 

Þau sem starfa sjálfstætt þurfa því að sjá um að greiða opinber gjöld af launum sínum, eins og staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð.

Viska leggur sig fram við að taka vel á móti þessum sífellt stækkandi hópi.