Beint í efni
Ungur maður í tölvu á bókasafni
Viskumolar

Ég er sjálf­stætt starf­andi

Höfundur

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

kjara- og réttindamál

Miklar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði um allan heim á undanförnum árum og æ algengara að fólk kjósi að starfa sjálfstætt. Ekki sér fyrir endann á þessari þróun og vinnumarkaðurinn þarf sífellt að aðlaga sig að breyttum veruleika og spennandi tækifærum.

tækifærum.

Þau sem eru sjálfstætt starfandi vinna hjá sjálfum sér, ýmist á eigin kennitölu eða í félagi. Það er hægt að vera giggari, einyrki og verktaki í flestum starfsstéttum.

Það er mikilvægt að átta sig á að talsverður munur er á stöðu sjálfstætt starfandi einstaklinga og þeirra sem þiggja laun hjá atvinnuveitanda. Lög og kjarasamningar tryggja launafólki ýmis réttindi sem sjálfstætt starfandi njóta ekki.

Þau sem starfa sjálfstætt eiga t.d. ekki rétt á:

  • Greiddu orlofi
  • Orlofs- og desemberuppbót
  • Launum fyrir viðurkennda frídaga
  • Launum í veikindum
  • Slysatryggingu við störf

Ef þú ætlar að starfa sjálfstætt þarftu því að gæta þess að greiða opinber gjöld af laununum þínum svo sem staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingargjald og iðgjald í lífeyrissjóð. Þú þarft því að muna eftir þessum kostnaði þegar þú verðleggur vinnuna þína. BHM hefur sett upp reiknivél til að aðstoða félagsfólk við að reikna út verð á útseldri vinnu.

Viska leggur sig fram við að taka vel á móti sífellt stækkandi hópi sjálfstætt starfandi. Hér höfum við tekið saman lykilatriði fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga.