Beint í efni
Visku borðfáni
Fréttir

Viska und­ir­rit­ar kjara­samn­ing við SFV

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Í gær skrifuðu Viska og samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu undir kjarasamning til fjögurra ára.

Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir til félagsfólks á samningstímabilinu og launatöfluauki sem fylgir með samningnum tryggir að launaþróun aðildarfélaga SFV haldist svipuð og á almennum vinnumarkaði á tímabilinu.

„Við erum mjög ánægð með að hafa náð farsælu samkomulagi við SFV,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. „Þetta er í fyrsti heildarkjarasamningur sem Viska gerir við samtökin og með honum tryggjum við félagsfólki okkar nauðsynlegar launahækkanir og bætt kjör sem styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.“

Samningurinn verður kynntur félagsfólki á rafrænum kynningarfundi föstudaginn 14. febrúar kl. 12:00. Krækja á kynningarfund er send félagsfólki Visku hjá SFV í tölvupósti.  Þau sem ekki hafa fengið póstinn geta haft samband.

Atkvæðagreiðsla hefst á föstudaginn kl. 13:00 og lýkur á þriðjudaginn 18. febrúar kl. 12:00 á hádegi, með það að markmiði að launahækkanir skili sér afturvirkt um næstu mánaðamót.