Beint í efni
Ung kona situr og horfir á tölvu
Fréttir

Vinnu­staða­skóli Aka­dem­ias

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Aukið námsúrval fyrir félagsfólk Visku í gegnum fræðslu BHM.

Vinnustaðaskóli Akademias gerir félagsfólki Visku kleift að fá ókeypis aðgang að fjölbreyttum námskeiðum í gegnum fræðslu BHM. Framboð námskeiða hjá Akademias eykst stöðugt og ný námskeið bætast við reglulega til að mæta þörfum félagsfólks og styðja það í sinni starfsþróun.

Skráning

Skráðu þig hér og fáðu frekari upplýsingar um Vinnustaðaskóla Akademias.

Ný námskeið

Samningatækni til árangurs – aðferðafræði FBI

Aðferðir til að ná betri árangri í samningaviðræðum, bæði í starfi og daglegu lífi.

Öryggisvitund 2024

Lykilatriði um hvernig þú tryggir upplýsingaöryggi á vinnustað og verndar viðkvæmar upplýsingar.

Árangursdrifin markmiðasetning með OKR

Kynntu þér hvernig OKR getur hjálpað þér að setja skýr markmið og ná þeim með markvissum hætti.

Tilfinningagreind fyrir starfsfólk og stjórnendur

Lærðu hvernig tilfinningagreind getur bætt samskipti og eflt starfsanda á vinnustað.

Google Analytics grunnnámskeið

Að ná tökum á því að greina vefgögn til að bæta markaðsákvarðanir og stefnumótun.

Canva-grunnur

Innsýn í grunnatriði Canva, sem auðveldar þér að hanna fallegt og áhrifaríkt markaðsefni.

Að setja fólki mörk

Mikilvægt námskeið um það hvernig þú setur skýr mörk í samskiptum til að tryggja heilbrigða vinnustaðamenningu.

Yfir 150 námskeið í boði

Vinnustaðaskóli Akademias býður nú upp á yfir 150 námskeið, flest á íslensku, en mörg eru einnig með texta á ensku og fleiri tungumálum. Þannig getur þú lært á þínum eigin hraða og á því tungumáli sem hentar þér best.

Heildaryfirlit námskeiða.