
Fréttir
Fréttir
Úthlutað verður úr Vísindasjóði
Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í Vísindasjóði Visku á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024, en vinnuveitandi greiðir mótframlag í sjóðinn.
Til þess að vita hvort félagar eigi rétt á greiðslum úr Vísindasjóði þá er hægt að skrá sig inn á Mín Viska og smella á flipann „Iðgjöld“. Ef greiðslur í Vísindasjóð er þar að finna þá á félagi rétt á greiðslum úr sjóðnum. Um leið og félagar skrá sig inn á Mín Viska er gott að yfirfara „Mínar upplýsingar“ en þar er að finna netfang, símanúmer og bankaupplýsingar.
Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.