
Fréttir
Fréttir
Úthlutað verður úr Vísindasjóði
Höfundur

Gauti Skúlason
Greitt verður úr Vísindasjóði Visku föstudaginn 14. febrúar nk. Félagsfólk þarf ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr Vísindasjóðnum.
Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í Vísindasjóði Visku á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024, en vinnuveitandi greiðir mótframlag í sjóðinn.
Til þess að vita hvort félagar eigi rétt á greiðslum úr Vísindasjóði þá er hægt að skrá sig inn á Mín Viska og smella á flipann „Iðgjöld“. Ef greiðslur í Vísindasjóð er þar að finna þá á félagi rétt á greiðslum úr sjóðnum. Um leið og félagar skrá sig inn á Mín Viska er gott að yfirfara „Mínar upplýsingar“ en þar er að finna netfang, símanúmer og bankaupplýsingar.
Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.