
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir áfram formaður Visku
Höfundur

Gauti Skúlason
Kjörstjórn Visku tilkynnir hér með að framboðsfrestur til stjórnar félagsins var til og með 7. apríl síðastliðnum. Eitt framboð barst til embættis formanns, frá núverandi formanni Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur.
Þar sem önnur framboð bárust ekki, telst Brynhildur sjálfkjörin til embættisins til næstu fjögurra ára.
Alls bárust sautján framboð til almennrar stjórnarsetu. Kosið verður um sex sæti í stjórn Visku og tvö til vara. Kosning hefst miðvikudaginn 9. apríl kl. 12:00 og lýkur miðvikudaginn 16. apríl kl. 12:00.
Frekari upplýsingar um framkvæmd kosninga verða birtar á heimasíðu félagsins og sendar með tölvupósti til félagsfólks miðvikudaginn 9. apríl.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við kjörstjórn í gegnum netfangið viska@viska.is.
Kjörstjórn Visku,
Sveinn Arnarsson, formaður
Anna Lilja Björnsdóttir, ritari
Gísli Rúnar Gylfason, meðstjórnandi