Beint í efni
Visku borðfáni
Fréttir

Opið fyr­ir fram­boð til stjórn­ar

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Opnað hefur verið fyrir framboð til stjórnar félagsins og er framboðsfrestur til og með 7. apríl. 

Kosið er um:

  • Formann til fjögurra ára
  • Þrjá stjórnarmenn til tveggja ára
  • Þrjá stjórnarmenn til eins árs
  • Tvo varamenn til eins árs

Formaður er kosinn sér og stjórn sér. Þau þrjú sem eru efst í stjórnarkjöri skulu kosin til tveggja ára, næstu þrjú til eins árs og næstu tvö þar á eftir eru varamenn til eins árs. Athugið að til að stuðla að jafnri kynjaskiptingu þá er um fléttukosningu að ræða, sjá nánar í 10. gr. laga Visku.

Tilkynning um framboð

Hægt er að bjóða sig fram með því að senda tölvupóst á viska@viska.is. Í tölvupóstinum skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Kyn frambjóðanda
  • Starfstitill
  • Mest 200 orð um frambjóðanda
  • Hvort frambjóðandi sé að bjóða sig fram í stöðu formanns eða stjórnarmanns

Upplýsingar um frambjóðendur verða birtar á vef Visku. Frambjóðendum er heimilt að láta fylgja með krækjur á aukaefni til kynningar á sér vegna framboðs síns til stjórnar, t.d.:

  • Kynningarbréf
  • Vefsíða
  • Samfélagsmiðlar
  • Kynningarmyndband

Frambjóðandi fær staðfestingu á móttöku á framboði sínu eins fljótt og auðið er.

Kjörgengi

Félagsfólk sem innt hefur af hendi a.m.k. eina greiðslu félagsgjalda á þriggja mánaða tímabili fyrir þann mánuð sem kosningar hefjast í (í þessu tilviki apríl) hefur bæði kjörgengi og atkvæðisrétt. Hægt er að kynna sér greiðslu félagsgjalda inni á "Mín Viska" undir flipanum „Iðgjöld“. Háskólanemar sem eru skráðir í félagið en eru ekki launafólk meðan á námi stendur hafa bæði kjörgengi og atkvæðisrétt.

Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.