Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Ungur maður á kaffihúsi með tölvu
          Fréttir

          Nýr kjara­samn­ing­ur við rík­ið sam­þykkt­ur með mikl­um meiri­hluta

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Viska gerði nýjan heildarkjarasamning við ríkið þann 30. júní síðastliðinn. Samningurinn var kynntur fyrir félagsfólki í síðustu viku og var kosið um hann meðal félagsfólks Visku sem starfar hjá ríkinu.

          Kosningu um nýjan kjarasamning Visku við ríkið lauk á hádegi í dag. Samningurinn hefur gildistíma frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Launahækkanir gilda því afturvirkt frá og með 1. apríl síðastliðnum.

          Á kjörskrá voru 1.494 manns og var kosningaþátttaka 30%. 393 samþykktu samninginn eða 89% en 49 greiddu atkvæði á móti eða 11%. Samningurinn telst því samþykktur.

          Félagsfólk Visku hjá ríkinu á von á eingreiðslu með launaseðli 1. ágúst næstkomandi þar sem greiddar eru afturvirkt launahækkanir frá 1. apríl.

          Nýjan kjarasamning og nýjar launatöflur má finna á vef Visku.