
Ný stjórn kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga í Visku
Hægt var að bjóða sig fram í embætti formanns til tveggja ára og í embætti tveggja til fjögurra aðalmanna til tveggja ára.
Eitt framboð barst í embætti formanns og var það frá Rögnu Björk Kristjánsdóttur, hún telst því sjálfkjörin formaður kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga til næstu tveggja ára. Fjögur framboð bárust í fjögur laus sæti aðalmanna. Þau voru frá Ingibjörgu Ösp Óttarsdóttur, Kristjönu Mjöll Jónsdóttur Hjörvar, Óskari Þór Þráinssyni og Þóru Jónsdóttur. Teljast þau sjálfkjörnir aðalmenn í stjórn kjaradeildarinnar til næstu tveggja ára.
Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku.
Kjörstjórn Visku
Sveinn Arnarsson formaður, Anna Lilja Björnsdóttir ritari og Gísli Rúnar Gylfason meðstjórnandi.