Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          grótta-viti-manneskja snýr baki
          Fréttir

          Nið­ur­stöð­ur kosn­inga til stjórn­ar Visku

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Fyrstu kosningum til stjórnar Visku, sem stóðu frá 9. apríl til kl. 12:00 á hádegi í dag þann 16. apríl, er nú lokið.

          Þeir þrír frambjóðendur sem fengu flest atkvæði hlutu tveggja ára kjörtímabil, næstu þrír eins árs kjörtímabil og næstu tveir urðu varamenn til eins árs. Til að tryggja jafnari kynjahlutföll fór kosningin fram með svokallaðri fléttukosningu, eins og nánar er kveðið á um í 10. grein laga Visku.

          Atkvæði greiddu 617. Á kjörskrá voru alls 5.317 félagar. Kosningaþátttaka var því 11,60%.

          Niðurstöður kosninganna eru sem hér segir:

          Aðalmenn

          • Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar (til tveggja ára)
          • Steindór Gunnar Steindórsson (til tveggja ára)
          • Eydís Inga Valsdóttir (til tveggja ára)
          • Eðvald Einar Stefánsson (til eins árs)
          • Sigrún Einarsdóttir (til eins árs)
          • Sveinn Ólafsson (til eins árs)

          Varamenn

          • Linda Björk Markúsardóttir (til eins árs)
          • Guðjón Hauksson (til eins árs)

          Hér má sjá heildarniðurstöður í kosningunum.

          Kjörstjórn Visku,

          Sveinn Arnarsson, formaður

          Anna Lilja Björnsdóttir, ritari

          Gísli Rúnar Gylfason, meðstjórnandi