
Morgunverðarfundur Visku um gervigreind
Innreið gervigreindar á íslenskan vinnumarkað hefur verið hröð og áhrif hennar á störf sérfræðinga birtast víða. En hvar stöndum við í dag? Til að varpa ljósi á stöðuna boðar Viska til morgunverðarfundar þar sem tekinn verður púlsinn á notkun gervigreindar meðal sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði.
Á fundinum verða kynntar niðurstöður úr nýlegri könnun Visku meðal félagsfólks um notkun gervigreindar. Einnig munu sérfræðingar af bæði almennum og opinberum vinnumarkaði ræða hvernig gervigreindin er þegar farin að hafa áhrif á daglegt starf. Að lokum gefst fundargestum færi á að spyrja og taka þátt í umræðum um stöðuna eins og hún er núna.
Fundarstjóri er Páll Ásgeir Guðmundsson framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs BHM.
Dagskrá
Húsið opnar kl. 08:00 með léttum morgunverði og fundur er settur 8:30.
Setning fundar
- Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður Visku
Punktstaðan hjá sérfræðingum
- Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku kynnir niðurstöður könnunar meðal félagsfólks Visku um notkun á gervigreind
Leiðbeiningar og hagnýt notkun gervigreindar í Stjórnarráðinu
- Einar Gunnar Thoroddsen, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Eru íslensk fyrirtæki eftir á?
- Sylvía Rut Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá KPMG, kynnir punktstöðu á almennum vinnumarkaði.
Er þín íslenska málið?
- Lilja Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms
Viska hvetur sem flest til að mæta og taka þátt í samtali áhrif gervigreindar á störf sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði.
