Beint í efni
Pride_2022
Fréttir

Lægri tekj­ur og minna at­vinnu­ör­yggi hjá hinseg­in fólki

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Sterkt ákall er um aukna umfjöllun um málefni hinsegin fólks á vinnumarkaði.

Atvinnutekjur hinsegin karla eru 30% lægri en gagnkynhneigðra karla á ársgrundvelli en hverfandi munur mælist hjá hinsegin konum. Aðeins um helmingur hinsegin fólks á vinnumarkaði er að fullu opið með hinseginleika sinn á vinnustöðum og tæplega 60% segir að almennt halli á kjör þeirra og réttindi á vinnumarkaði.

Sterkt ákall er um aukna umfjöllun um málefni hinsegin fólks á vinnumarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar frá því í nóvember í fyrra um hinsegin vinnumarkað sem unnin var fyrir ASÍ, BHM og BSRB og könnun BHM um hinsegin vinnumarkað. 

Samantekt skýrslunnar má lesa hérskýrslu hagfræðistofnunar hér og könnun BHM hér.