Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Kona í tölvu snýr baki í myndavélina
          Fréttir

          Kjara­samn­ing­ur við SFV sam­þykkt­ur með mikl­um meiri­hluta

          Nýr kjarasamningur Visku og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var samþykktur með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.

          Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 og felur í sér afturvirkar launahækkanir frá 1. apríl síðastliðnum.

          Alls voru 75 á kjörskrá og var þátttaka 40%. Samningurinn var samþykktur með 90% greiddra atkvæða, eða 27 atkvæðum, á móti 3 atkvæðum eða 10%.

          Samningurinn felur í sér almennar launahækkanir til félagsfólks á samningstímabilinu og launatöfluauki sem fylgir með samningnum tryggir að launaþróun aðildarfélaga SFV haldist svipuð og á almennum vinnumarkaði á tímabilinu.