Beint í efni
Ungur maður situr í glugga í símanum
Fréttir

Hvers virði er há­skóla­mennt­un?

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

BHM boðar til málþings þriðjudaginn 9. september kl. 15:00–17:00 í Grósku. Húsið opnar 14:30, boðið verður upp á léttar veitingar. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar.

Arðsemi háskólamenntunar á Íslandi er nú með því lægsta sem gerist í OECD-ríkjunum og hefur aldrei verið minni. Hlutfall ungs fólks með háskólapróf er undir meðaltali OECD og undir markmiðum Evrópusambandsins. Í samanburðarlöndunum er fjöldi útskrifaðra úr háskólum stöðugur og arðsemi háskólamenntunar er líka stöðug.

Ísland þarf háskólamenntað fólk til að uppfylla væntingar um þróað þekkingarsamfélag, byggja upp öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi og skapa ný verðmæti. Því er brýnt að eiga samtal um virði háskólamenntunar og þá stefnu sem líkleg er til að skila sem bestum árangri til framtíðar.

Málþinginu verður streymt hér.

Dagskrá

Setning málþings
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM

Kynning á skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ
Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur og einn af höfundum skýrslunnar

Virði háskólamenntunar – sjónarhorn BHM
Sigrún Brynjarsdóttir, hagfræðingur BHM

Háskólasamfélagið og virði menntunar
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Menntun og atvinnulíf
María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar

Fundarstjórn
Katrín Jakobsdóttir, fv. ráðherra

Pallborðsumræður, þátttakendur:
• Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra
• Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
• Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech og stjórnarmaður í HR
• Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM

Viska hvetur félagsfólk sitt og aðra áhugasama til að mæta og taka þátt í mikilvægu samtali um framtíð háskólamenntunar á Íslandi.