Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Visku borðfáni
          Fréttir

          Greiðsl­ur úr vís­inda­sjóði Visku

          Höfundur

          Gauti Skúlason

          Gauti Skúlason

          samskipti og markaðsmál

          Aðild að Visku veitir rétt til úthlutunar úr vísindasjóði félagsins, sem er hugsaður sem kaupauki fyrir félaga og greiddur út í febrúar ár hvert.

          Á almenna vinnumarkaðnum er aðild að vísindasjóði valkvæð, en greitt er fyrir allt félagsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum. Félagsfólk sem starfar hjá ríkinu á ekki lengur aðild að vísindasjóðnum, þar sem framlag vinnuveitanda í sjóðinn var afnumið í kjarasamningum árið 2008. Í staðinn var launatafla hækkuð um tvö prósent.

          Styrkupphæðin miðast við innborgun í vísindasjóð á tímabilinu 1. janúar til 31. desember, þar sem vinnuveitandi greiðir hlutfall af dagvinnulaunum í sjóðinn. Félagsfólk sem hefur greitt í vísindasjóð fær úthlutað úr sjóðnum í febrúar ár hvert. Ekki þarf að sækja sérstaklega um úthlutun og félagsfólk fær tilkynningu í tölvupósti þegar greiðslan hefur átt sér stað.

          Til þess að athuga hvort þú eigir rétt á greiðslum úr vísindasjóði þá getur þú skráð þig inn á Mín Viska og valið flipann Iðgjöld. Á Mín Viska er einnig hægt að breyta eða slá inn bankaupplýsingar undir Mínar upplýsingar fyrir útgreiðslur.

          Mótframlag í vísindasjóð

          ·      Reykjavíkurborg 1,6% af dagvinnulaunum

          ·      Önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg 1,5% af dagvinnulaunum

          ·      Almennur vinnumarkaður 1,5% af dagvinnulaunum