
Dagskrá á baráttudegi launafólks 1. maí 2025
Höfundur

Gauti Skúlason
Félagsfólki í Visku er boðið að koma saman í anddyri Bíó Paradísar og gæða sér á hamborgurum frá Búllunni áður en haldið verður í kröfugöngu frá Skólavörðuholti.
Anddyri Bíó Paradísar verður opnað kl. 11:00 og mæting er uppi á Skólavörðuholti kl. 13:00. Kröfugangan leggur af stað þaðan kl. 13:30. Gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 14:00.
Dagskrá baráttufunda launafólks þann 1. maí er tileinkuð Kvennaári 2025 og verða þær áherslur sýnilegar í dagskrá baráttufundanna um land allt.
Dagskrá
13:00
Safnast saman á Skólavörðuholti
13:30
Gangan hefst og verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur spila á Skólavörðuholti og síðan í göngunni niður á Ingólfstorg.
14:00
Baráttufundur hefst á Ingólfstorgi:
Fundarstýra er Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, sviðshöfundur og listakona, og Margrét Pétursdóttir mun táknmálstúlka. Dagskráin verður jafnframt textatúlkuð á ensku.
Ræður flytja Karla Esperanza Barralanga Ocón, starfskona í umönnun, trúnaðarmaður og stjórnarmaður í Eflingu, og Jóhanna Bárðardóttir, rafveituvirki og trúnaðarmaður RSÍ.
Mammaðín og Una Torfa taka lagið og í lok fundarins verður samsöngur.