Viska tekur til starfa
Höfundur
Georg Brynjarsson
Undir lok síðasta árs sameinuðust Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félag íslenskra félagsvísindamanna í stéttarfélagið Visku.
Tímamót urðu svo um áramótin þegar félagið tók formlega til starfa og skrifstofa Visku opnaði dyr sínar. Á skrifstofu félagsins starfa átta manns og framkvæmdastjóri er Georg Brynjarsson. Skrifstofa félagsins er til húsa í Borgartúni 6.
Fyrsta starfsárið samanstendur stjórn Visku af stjórnum þeirra þriggja félaga sem komu að stofnun þess. Formaður er Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, varaformaður er Kristmundur Þór Ólafsson og gjaldkeri er Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar.
Um áramótin runnu kjarafélagar Arkitektafélags Íslands (AÍ) einnig inn í Visku og er félagsfólk þá orðið hátt í 5.000. Í framhaldinu færðist félagsfólk í stéttarfélagshluta Sambands íslenskra myndlistarmanna einnig inn í Visku. Viska er stærsta aðildarfélag BHM og eitt stærsta stéttarfélag sérfræðinga á Íslandi.