Beint í efni
Í brennidepli

Or­lof op­in­berra starfs­manna fyrn­ist

Ótekið orlof opinberra starfsmanna fyrnist þann 30. apríl n.k.

Ungur maður situr úti að drekka kaffi og lesa blað

Höfundur

Júlíana Guðmundsdóttir

Júlíana Guðmundsdóttir

lögmaður hdl.

Samkomulag milli opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna um að framlengja heimild til frestunar á niðurfellingu orlofs fellur úr gildi 30. apríl næstkomandi.

Félagsfólk í Visku sem starfar á opinberum vinnumarkaði og á ónýtt orlof 30. apríl næstkomandi á það á hættu að orlofið fyrnist. Ef aðstæður á vinnustað hafa komið í veg fyrir nýtingu félagsfólks á orlofi þá getur verið nauðsynlegt að flytja orlof á milli orlofsára.

Fyrir þau sem starfa hjá ríkinu og Reykjavíkurborg og þurfa að flytja orlof á milli orlofsára þá  þarf að skila skriflegri beiðni yfirmanns um samkomulag um flutning orlofs á milli orlofsára. Þá skriflegu beiðni þarf að rita á þar til gert eyðublað en hér má finna eyðublað fyrir ríkið og hér má finna eyðublað fyrir Reykjavíkurborg.

Fyrir þau sem starfa hjá sveitarfélögum (fyrir utan Reykjavíkurborg) gildir texti í skýringarreit undir gr. 4.3.1. í kjarasamningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þar segir að í þeim tilfellum sem starfsfólki hefur ekki verið gert kleift að taka uppsafnað orlof verði þeim aðstæðum mætt af hálfu vinnuveitenda með gerð skriflegs samkomulags við viðkomandi starfsfólk um hvernig töku uppsafnaðs orlofs verði lokið. Slíkt samkomulag ætti því þegar að liggja fyrir hjá öllu félagsfólki sem hefur ekki verið gert kleift að taka orlof.

Fyrir frekari upplýsingar eða aðstoð er hægt að hafa samband við skrifstofu Visku