Beint í efni
Ung kona situr og horfir á tölvu
Fréttir

Kosn­ing um nýj­an kjara­samn­ing við rík­ið hafin

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Félagsfólk sem starfar hjá ríkinu getur nú kosið um samninginn.

Viska skrifaði undir langtímakjarasamning við ríkið 30. júní sl. Kosning um kjarasamninginn er nú hafin.

Einungis félagsfólk Visku sem starfar hjá ríkinu hefur atkvæðisrétt og getur greitt atkvæði á bhm.is/kosning með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. 

Félagsfólk sem fellur undir kjarasamninginn fékk heildartexta samnings og kynningarefni sent í tölvupósti í dag kl. 17:00. Þau sem ekki hafa fengið póst geta sent okkur fyrirspurn.

Kosningin lokar mánudaginn 8. júlí kl. 12:00 á hádegi. Tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar seinna sama dag með fréttatilkynningu á vefsíðu Visku.

Ef frekari spurningar vakna er hægt að senda okkur fyrirspurn.