Beint í efni
Katrín Björg Ríkharsdóttir
Fréttir

Katrín Björg ráð­in til Visku

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Sérfræðingur í kjara- og réttindamálum er nýtt stöðugildi hjá Visku og mun Katrín meðal annars sinna gerð stofnana- og fyrirtækjasamninga auk þess að hafa umsjón með starfsmati félagsfólks Visku hjá sveitarfélögum.

 Katrín hefur starfað sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá árinu 2017 en áður var hún aðstoðarmaður bæjarstjóra á Akureyri frá 2014. Katrín lauk M.Ed gráðu í menntunarfræðum með áherslu á kynjajafnrétti frá Háskólanum á Akureyri árið 2011 og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands árið 2022. Áður hafði hún lokið menntun í uppeldis- og kennslufræðum frá sama skóla árið 1996 og BA prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Árin 2006–2014 starfaði Katrín sem framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar Akureyrar, 2003–2006 starfaði hún sem jafnréttisráðgjafi Akureyrar og árin 2000–2003 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.

Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri Visku

Við erum afskaplega stolt af því að fá Katrínu til liðs við okkur. Með þessari ráðningu stígur félagið stórt skref í að byggja upp getu til þess að fara fram með leiðandi hætti í launamyndunarumhverfi á opinberum vinnumarkaði. Það er gæðastimpill fyrir starf okkar og framtíðarsýn að reynslumikil manneskja eins og Katrín bætist í hópinn. Reynsla hennar og þekking verður ómetanleg við að byggja Visku upp sem sterka rödd í hagsmunagæslu fyrir okkar félagsfólk.