Upplýsingar um laun
Höfundur
Gauti Skúlason
Hvaða rétt hefur fólk til þess að fá upplýsingar um laun samstarfsfólks frá sínum vinnuveitanda?
Barnalæknarnir Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Helga Elídóttir og Berglind Jónsdóttir sögðu nýlega frá því hvernig þær sóttu upplýsingar um laun til síns vinnuveitanda og flettu ofan af kynbundnum launamun á Barnaspítalanum. Þær ætla að okkur segja frá reynslu sinni af því að óska eftir upplýsingunum og hvernig ferlið var.
Andri Valur Ívarsson, lögfræðingur BHM, ætlar líka að flytja fyrirlestur um upplýsingalög en þau snúast um rétt starfsfólks og skyldur atvinnurekenda þegar kemur að launaaupplýsingum.
Skráning fer fram á Mínum síðum BHM. Viðburðurinn er félagsfólki BHM að kostnaðarlausu, hann verður tekinn upp og gerður aðgengilegur í viku í kjölfarið á Mínum síðum BHM.