Beint í efni
Faghópar

Fríð­indi til fag­hópa

Öflugt fræðslustarf

Viska styrkir fræðslustarfsemi faghópa með því að veita styrki fyrir húsnæði, veitingum og fyrirlesurum á námskeiðum og ráðstefnum faghópa. Hafðu samband til að sækja um styrk fyrir faghópa.

Aðkoma að kjaramálum

Faghópar Visku eiga aðkomu að umræðu um kjaramál í fulltrúaráði félagsins. Sé þörf á úttekt eða nánari skoðun á kjaramálum félagsfólks í viðkomandi faghópi getur félagið látið framkvæma slíka úttekt.

Traust bakland

Viska kynnir starf faghópa félagsins á vef sínum, m.a. með því að halda úti á vefsíðu sinni kynningu á faghópum, þar sem m.a. er að finna upplýsingar um hvernig félagsfólk Visku geti tekið þátt í starfi þeirra. Þurfi faghópur á fé að halda fyrir ákveðin verkefni getur hann leitað til félagsins um aðstoða við öflun þess.