Beint í efni
Faghópar

Fag­hóp­ur list­með­ferð­ar­fræð­inga

Listmeðferðarfræðingar veita meðferð sem byggir á sálfræðikenningum og myndsköpun. Listmeðferðarfræðingar í Visku geta skráð sig í faghóp listmeðferðarfræðinga.

Faghópur listmeðferðafræðinga innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum listmeðferðafræðinga. Megintilgangur hópsins er að standa vörð um kjör og réttindi listmeðferðafræðinga og endurmenntun þeirra. 

Talsmaður listmeðferðafræðinga í fulltrúaráði Visku er Katrín Gunnarsdóttir.

Hver erum við?

Listmeðferð er meðferðarleið sem byggir á sálfræðikenningum og myndsköpun. Í listmeðferð er einstaklingnum skapað rými til persónulegrar tjáningar á tilfinningum og hugarheimi með fjölbreytilegum myndlistarefnivið, í öruggu umhverfi undir umsjón listmeðferðarfræðings. 

Til að mega starfa sem listmeðferðarfræðingur þarf að ljúka tveggja ára meistaranámi frá viðurkenndum háskóla erlendis. Grunnkrafa er um BA/BS gráðu eða sambærilegt námsstig.