Faghópur íþróttafræðinga
Íþróttafræðingar hafa að leiðarljósi að bæta heilsu fólks, fyrirbyggja sjúkdóma og aðstoða einstaklinga við að ná bata eftir veikindi. Íþróttafræðingar í Visku geta skráð sig í faghóp íþróttafræðinga.
Faghópur íþróttafræðinga innan Visku er vettvangur þeirra sem vilja starfa að kjaramálum íþróttafræðinga. Megintilgangur hópsins er að standa vörð um kjör og réttindi íþróttafræðinga og endurmenntun þeirra.
Talsmaður íþróttafræðinga í fulltrúaráði Visku er Björn Orri Hermannsson.
Hver erum við?
Íþróttafræðingar hafa að leiðarljósi að bæta heilsu fólks, fyrirbyggja sjúkdóma og aðstoða einstaklinga við að ná bata eftir veikindi. Í því skyni setja íþróttafræðingar saman einstaklingsmiðaðar áætlanir, aðstoða við að fylgja þeim og leggja þar áherslu á hreyfingu sem mikilvægan þátt í forvörnum og heilsueflingu. Íþróttafræðingar vinna hvort tveggja með einstaklinga og hópa.
Í starfi sem íþróttafræðingur getur þú unnið margvísleg störf svo sem við íþróttaþjálfun, kennslu í grunn- og framhaldsskólum, þjálfun í líkamsræktarstöðvum (einkaþjálfun) eða forvarnarvinnu innan fyrirtækja og félagasamtaka.