Beint í efni
Styrkir og sjóðir

Or­lofs­sjóð­ur

Félagsfólk í Visku á aðild að Orlofssjóði BHM, sem leigir félögum orlofshús og íbúðir um land allt og býður upp á gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikortið og ferðaávísanir. Þá fær félagsfólk afslætti hjá fyrirtækjum vítt og breitt um landið.

Orlofshús og íbúðir

Félagsfólk í Visku á kost á að leigja orlofshús og íbúðir út um land allt. Orlofshús eru staðsett í Brekkuskógi, við Hreðavatn, á Akureyri og á Egilsstöðum. 

Í Brekkuskógi er hægt að leigja hús sem sérstaklega var hannað til að mæta þörfum fólks með skerta hreyfigetu.

Gæludýr eru velkomin í nokkur orlofshús, flest í Brekkuskógi.

Kynntu þér orlofskosti á vef Orlofssjóðs BHM

Maður og kona hjá á í náttúrunni

Gjafabréf í flug, ferðaávísanir og afslættir

Félagsfólk í Visku getur keypt inneign upp í flugferðir með Icelandair og hjá Erni (Höfn í Hornafirði). 

Þú getur keypt inneign upp í flugferðir hér.

Einnig er hægt að kaupa ferðaávísun sem hægt er að nýta í gistingu hjá samstarfsaðilum og gönguferðir um land allt.

Skoðaðu úrval af ferðaávísunum hér.

Félagsfólk í Visku fær afslætti hjá fyrirtækjum vítt og breitt um landið.  

Hér getur þú fræðst meira um afslætti á vefum Orlofssjóðs BHM.

Réttindi og úthlutanir

Rétt í Orlofssjóði BHM á félagsfólk sem greitt hefur verið fyrir orlofssjóðsframlag í einn mánuð.

Sjóðfélagar ávinna sér punkta fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn og punktar eru dregnir frá fyrir orlofskosti sem nýttir eru. 

Þú getur séð punktastöðu þína á orlofsvef BHM. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum og ýttu á „Síðan mín" og svo á „Mínar upplýsingar".

Á úthlutunartímabilum er 50% eignum orlofssjóðsins úthlutað eftir punktastöðu og 50% eignum orlofssjóðsins úthlutað eftir hlutkesti. Gæludýrahúsum, tegundum húsa og svæðum er skipt jafnt í hópanna eins og unnt er til að gæta jafnræðis.