Beint í efni
Kjaradeildir

Vilt þú stofna kjara­deild?

Félagsfólki er heimilt að leggja fyrir aðalfund að stofnuð verði kjaradeild tengd fagsviði, starfsvettvangi eða landsvæði. Skriflegar tillögur félagsfólks um stofnun kjaradeildar skulu hafa borist stjórn eigi síðar en sjö sólarhringum fyrir aðalfund Visku og skulu birtar á vef félagsins. 

Stjórn Visku er einnig heimilt að stofna kjaradeild til bráðabirgða á milli aðalfunda og skipa formann kjaradeildar og tvo til fjóra aðalmenn í stjórn deildarinnar. Skal sú ákvörðun borin upp til atkvæðagreiðslu á næsta aðalfundi.

Eftir að kjaradeild hefur verið stofnuð á aðalfundi skal stjórn hennar kosin í rafrænni kosningu innan fjórtán daga. Niðurstöður skulu kynntar þegar atkvæði hafa verið talin og á næsta aðalfundi Visku.

Fjallað er um kjaradeildir í 13. grein laga Visku.

Ef þú vilt stofna kjaradeild þá getur þú sent okkur fyrirspurn.