Styrkir fyrir skólagjöldum
Háskólanemar sem eru að vinna með námi geta greitt félagsgjald til Visku og geta þá sótt um styrki fyrir skólagjöldum.
Sjóðurinn býður upp á styrk upp á 160.000 kr. á 24 mánaða fresti fyrir endurmenntun. Það tekur sex mánuði að öðlast rétt til að sækja um styrk og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn.
Hér getur þú sótt um styrk og kynnt þér allt um Starfsmenntunarsjóð BHM
Sjóðurinn styrkir félaga til náms og til að sækja einstök námskeið, ráðstefnur, málþing eða til að fara í fræðslu- og kynnisferðir innanlands eða utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um.
Heildarlaun að upphæð 427.273 kr. eða hærri veita rétt á hámarksstyrk úr sjóðnum, 160.000 kr. Heildarlaun undir fyrrgreindri upphæð veita rétt á styrk að hámarki 80.000 kr. Reiknað er út meðaltal heildarlauna síðustu þriggja mánaða, talið frá þeim degi sem umsókn berst til sjóðsins.
Þú getur fengið um 600.000 kr. styrk á 24 mánaða fresti fyrir starfsþróun og endurmenntun. Hægt er að sækja um alltaf 12 mánuði aftur í tímann.
Ég vinn hjá fyrirtæki á almennum vinnumarkaði
- Það tekur sex mánuði að öðlast rétt til að sækja um styrk og greiðslur þurfa að hafa borist síðustu þrjá mánuði áður en umsókn er send inn.
Ég vinn hjá ríki eða sveitarfélagi
- Það tekur einn mánuð að öðlast rétt til að sækja um styrk.
Hér getur þú sótt um styrk og kynnt þér allt um Starfsþróunarsetrið
Starfsþróunarsetrið veitir styrki til einstaklinga og stofnana vegna náms, námskeiða, ráðstefna og annarra verkefna sem tengjast starfsþróun.
Fullur styrkur
Sé mánaðarlegt iðgjald sem samsvarar 0,7% af heildarlaunum einstaklings 3.500 kr. eða hærra, veitir það rétt á fullum styrk, 600.000 kr. að hámarki á 24 mánaða fljótandi tímabili. Heildarlaun sjóðfélaga eru þá 500.000 kr. á mánuði eða hærri.
Hálfur styrkur
Sé mánaðarlegt iðgjald sem samsvarar 0,7% af heildarlaunum einstaklings á bilinu 1.750 kr. - 3.500 kr. veitir það rétt á hálfum styrk, 300.000 kr. að hámarki á 24 mánaða fljótandi tímabili. Heildarlaun sjóðfélaga eru þá á bilinu 250.000 kr. - 499.999 kr. á mánuði.
Engin styrkur
Iðgjald undir 1.750 kr. veitir ekki rétt til styrks. Heildarlaun sjóðfélaga eru þá undir 250.000 kr. á mánuði.