Snjalltrygging Visku
Allir háskólanemar sem skrá sig í Visku njóta aðildar að Viska - stúdent en hluti af þeirri þjónustu er frí snjalltrygging Visku í samstarfi við Sjóvá. Háskólanemar fá snjalltæki, tölvu, hjól og rafhlaupahjól tryggð í gegnum Visku, án þess að þurfa að stofna til formlegra viðskipta við Sjóvá.
Hvað er Snjalltrygging?
Snjalltryggingin er hugsuð til að veita ungu fólki sjálfstæði í tryggingum og með henni eru þeir hlutir sem skipta það mestu máli vel tryggðir.
Síminn, snjalltækin, fartölvan, reiðhjólið og rafmagnshlaupahjólið þitt er tryggt í Snjalltryggingu.
Ef þú verður fyrir tjóni þá tilkynnir þú það til okkar um leið.
Við staðfestum þá aðild þína að námsannaþjónustu Visku og komum þér í samband við Sjóvá. Sjóvá skiptir ekki út hlutinum sem varð fyrir tjóni heldur greiðir bætur sem þú getur notað til að fá þér nýjan hlut.
Hversu háar bæturnar eru fer eftir því hvað hluturinn er gamall þegar óhappið verður. Notaðir hlutir eru verðminni en nýir. Þess vegna eru borgaðar t.d. lægri bætur fyrir sex mánaða gamlan síma en nýjan. Það kallast afskriftir þegar verðgildi tryggðra hluta lækkar.
Í Snjalltryggingu eru afskriftir hægari en í sambærilegum tryggingum sem þýðir að greiddar bætur geta verið hærri en í hefðbundnum fjölskyldu- og heimilistryggingum
Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalagi erlendis í allt að þrjá mánuði.
Hér má sjá skilmála og upplýsingaskjal fyrir trygginguna.
Ef þú verður fyrir tjóni þá tilkynnir þú það með því að senda póst á viska@viska.is. Eftirfarandi upplýsingar eiga að fylgja með í póstinum:
- Kaupnóta fyrir hlutnum sem skemmdist eða eyðilagðist (á kaupnótu þarf að koma fram hvenær kaupin áttu sér stað og nafn eiganda).
- Mynd af hlutnum sem skemmdist eða eyðilagðist
- Kennitala þín
- Lýsing á því hvað gerðist
- Hvenær gerðist tjónið
Viska staðfestir þá aðild þína að Viska - stúdent og tilkynnir tjónið til Sjóvá. Athugaðu að þegar tjónið er tilkynnt til Sjóvá þá fylgja eftirfarandi upplýsingar um þig með til Sjóvá og er það einungis gert svo að þú getir fengið tjónið bætt
- Nafn
- Netfang
- Símanúmer
- Kennitala
Sjóvá geymir ekki persónuupplýsingar um þig og nýtir þær ekki í markaðslegum tilgangi með neinum hætti. Þá hefur tjónatilkynning engin áhrif á kjör á þínum tryggingum ef þú ert með þær hjá Sjóvá. Sjóvá skiptir ekki út hlutnum sem varð fyrir tjóni heldur greiðir bætur sem þú getur notað til að fá þér nýjan hlut.
Þau sem eru með snjalltryggingu Visku fá frábær kjör hjá Sýn.