Hvað gerir Viska fyrir þig?
Á skrifstofu Visku starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af kjaramálum og verkefnum stéttarfélaga. Viska veitir þér fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf varðandi kjör og réttindi þín.
Sérfræðingar Visku aðstoða við lausn ágreiningsmála sem kunna að koma upp á vinnumarkaði. Ef þess er óskað getur Viska verið talsmaður einstakra félagsmanna gagnvart vinnuveitanda og veitt lögfræðilega ráðgjöf í málum.
Við uppsögn geta sérfræðingar Visku veitt ráðgjöf um atriði sem snúa að framkvæmd uppsagnarinnar og uppgjöri vegna starfsloka, til dæmis varðandi áunnið orlof og innheimtu útistandandi launa.
Sendu okkur fyrirspurn hér.Hjá Visku ráðleggjum við þér fyrir launaviðtalið, bókaðu tíma í ráðgjöf hér.
Hjá Visku hjálpum við þér að gera ferilskrár og velja störf, bókaðu tíma í ráðgjöf hér.
Þú færð faglega greiningu á þinni stöðu með lífeyrisráðgjöf Visku. Allar ráðleggingar byggja á traustum gögnum og opinberum upplýsingum – án tengsla við lífeyrissjóði, tryggingafélög eða aðra markaðsaðila með þínum hagsmunum að leiðarljósi.
Hjá Visku er þjónustan sérsniðin að háskólamenntuðum, sendu okkur fyrirspurn hér. Ráðgjafar Visku aðstoða félagsfólk við eftirfylgni og túlkun kjarasamninga og ráðningasamninga. Ráðgjafar Visku geta svarað svarað spurningum varðandi kjara- og réttindamál háskólamenntaðra .