Beint í efni

Upp­sögn hjá starfs­manni á al­menn­um vinnu­mark­aði

Á hinum almenna vinnumarkaði er meginreglan sú að vinnuveitanda er ekki skylt að tilgreina ástæðu uppsagnar eða rökstyðja hana með vísan til málefnalegra sjónarmiða.

Þetta er andstætt við það sem gildir um opinbera starfsmanna sem eiga rétt á fá skriflegan rökstuðning fyrir uppsögn samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, kjarasamningum og stjórnsýslulögum.

Samkvæmt kjarasamningi Visku og Samtaka atvinnulífsins (SA) á starfsmaður hins vegar rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar.