Beint í efni

Upp­sögn

Mismunandi ákvæði um uppsögn og málsmeðferð geta verið í gildi milli ólíkra vinnumarkaða samkvæmt lögum og kjarasamningum. Félagsfólk er hvatt til að hafa samband við skrifstofu Visku til að kanna rétt sinn ef mál þess er komið í farveg uppsagnar af hálfu vinnuveitanda, eða það hyggst sjálft segja upp.

Almennar upplýsingar

Tilkynna þarf uppsögn með formlega réttum hætti, gert er ráð fyrir vinnuframlagi á uppsagnarfresti og skyldu atvinnurekanda til að gera upp við starfsmann við starfslok, þ.m.t. vegna áunnins ótekins orlofs. Þegar félagsfólk sem sækir um atvinnuleysisbætur hvatt til að merkja við á umsókn sinni að það vilji greiða stéttarfélagsgjald.

Ítarlegri upplýsingar

Skylt er að veita ríkisstarfsmönnum og starfsfólki sveitarfélaga áminningu ef segja á upp ráðningarsamningi vegna brota á starfsskyldum. Þær reglur gilda almennt ekki ef uppsögn stafar af öðrum ástæðum, svo sem þeirri að verið sé að fækka starfsmönnum vegna hagræðingar í rekstri stofnunar.

Atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði hafa almennt rýmri heimildir til að segja upp starfsfólki samanborið stofnanir ríkisins og sveitarfélaga.

Sérákvæði laga um ráðningarvernd einstakra hópa gilda jafnt um starfsfólk hjá hinu opinbera og á hinum almenna vinnumarkaði.

Auknar skyldur eru lagðar á vinnuveitendur sem áforma hópuppsagnir. Tilkynna ber fulltrúum starfsmanna um slík áform og hafa samráð um leiðir til að fækka í hópi þeirra sem til stendur að segja upp.