Beint í efni
Kona situr og horfir á hafið
Viskumolar

Ég veikt­ist eða slas­að­ist

Höfundur

Bjarni Kristjánsson

Bjarni Kristjánsson

þjónusta og ráðgjöf

Veikindi og slys eru margvísleg. Afleiðingarnar geta verið bæði líkamlegar og  andlegar. Allt launafólk á rétt á launum frá atvinnurekanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort viðkomandi sé opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði.

Þegar veikindadagar hjá atvinnurekanda klárast getur félagsfólk átt rétt á greiðslum frá sjúkrasjóðum BHM. Viska er góður bakhjarl við slíkar aðstæður og hjálpar félagsfólki við að setja upp áætlun með framhaldið.